Milljarða tekjur af skemmtiferðaskipum Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2015 19:00 Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira