Næsti Prius PHEV með 55 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 09:56 Toyota Prius PHEV Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis. Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent
Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent