Mikill hagnaður bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 16:00 Höfuðstöðvar General Motors. Nú streyma uppgjörin fyrir annan ársfjórðung frá bílaframleiðendum og í leiðinni góðar fréttir fyrir eigendur hlutabréfa í þeim. General Motors tilkynnti í gær um 149 milljarða hagnað, langt umfram það sem spáð var. Mercedes Benz greindi einnig frá risavöxnum 550 milljarða hagnaði í gær. Þrátt fyrir að hagnaður Hyundai og Kia hafi fallið um 32% á milli ára var hann samt 203 milljarðar króna á þessum öðrum fjórðungi ársins. Hjá General Motors myndaðist mestur hagnaður á heimavelli í Bandaríkjunum og á þar mikil eftirspurn eftir pallbílum og jeppum fyrirtækisins mestan þátt. GM hagnaðist einnig vel á sölu bíla í Kína þrátt fyrir að þar fari sala bíla hnygnandi og kom tæplega helmingur hagnaðarins þaðan. Í Evrópu er aðra sögu að segja, en þar var tap á sölu bíla GM eins og reyndar til æði margra ára. GM tókst þó að minnka tapið í Evrópu niður í 6 milljarða, en tapið í fyrra nam heilum 41 milljarði. Gerðist þetta þrátt fyrir bílasöluhrunið í Rússlandi. Það sem mestu máli skiptir fyrir GM í Evrópu er sala Opel og Vauxhall bíla og virðist hún því vera að braggast mjög. Salan í S-Ameríku skilaði einnig tapi og nam það 19 milljörðum króna, en var 11 milljarðar í fyrra. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent
Nú streyma uppgjörin fyrir annan ársfjórðung frá bílaframleiðendum og í leiðinni góðar fréttir fyrir eigendur hlutabréfa í þeim. General Motors tilkynnti í gær um 149 milljarða hagnað, langt umfram það sem spáð var. Mercedes Benz greindi einnig frá risavöxnum 550 milljarða hagnaði í gær. Þrátt fyrir að hagnaður Hyundai og Kia hafi fallið um 32% á milli ára var hann samt 203 milljarðar króna á þessum öðrum fjórðungi ársins. Hjá General Motors myndaðist mestur hagnaður á heimavelli í Bandaríkjunum og á þar mikil eftirspurn eftir pallbílum og jeppum fyrirtækisins mestan þátt. GM hagnaðist einnig vel á sölu bíla í Kína þrátt fyrir að þar fari sala bíla hnygnandi og kom tæplega helmingur hagnaðarins þaðan. Í Evrópu er aðra sögu að segja, en þar var tap á sölu bíla GM eins og reyndar til æði margra ára. GM tókst þó að minnka tapið í Evrópu niður í 6 milljarða, en tapið í fyrra nam heilum 41 milljarði. Gerðist þetta þrátt fyrir bílasöluhrunið í Rússlandi. Það sem mestu máli skiptir fyrir GM í Evrópu er sala Opel og Vauxhall bíla og virðist hún því vera að braggast mjög. Salan í S-Ameríku skilaði einnig tapi og nam það 19 milljörðum króna, en var 11 milljarðar í fyrra.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent