Rafmagnsbíll 1,779 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 16:42 Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent