Ragnar Jónasson, höfundur Rofs, Snjóblindu og fleiri skáldsagna, trónir efst á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamenn Íslands. Ragnar er þar skráður með tæplega 2,5 milljónir króna í tekjur á mánuði.
Listsköpun Ragnars er þó sennilega ekki helsta tekjulind hans, en hann gegnir einnig starfi yfirlögfræðings fjármálafyrirtækisins GAMMA, gegndi áður stöðu forstöðumanns skrifstofu slitastjórnar Kaupþings og er stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Rithöfundurinn Sjón er í öðru sæti listans með rúmlega 1,7 milljónir króna á mánuði. Næstir á eftir fylgja þeir Bragi Valdimar Skúlason, hugmyndasmiður grínhópsins Baggalúts og auglýsingaskrifstofunnar Brandenburg, með rúmlega 1,6 milljónir á mánuði, tónlistarmaðurinn Megas með rúmlega 1,4 milljónir á mánuði og Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, með rúmlega 1,3 milljónir á mánuði.
Eggert Pétursson málari er tekjuhæsti myndlistarmaður landsins með rúmlega 1,1 milljón á mánuði og Rúnar Freyr Gíslason tekjuhæsti leikarinn með rúmlega eina milljón á mánuði. Engin kona er meðal tíu tekjuhæstu listamanna landsins en Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona er í 13. sæti með 917 þúsund krónur á mánuði.
Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2014 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Lögfræðingur og rithöfundur tekjuhæsti listamaðurinn

Tengdar fréttir

Davíð Oddsson langtekjuhæstur fjölmiðlamanna
Forsætisráðherrann fyrrverandi skráður með rúmlega 3,3 milljónir króna í mánaðartekjur.

Gunnar Nelson efstur á lista íþróttamanna
Eini núverandi íþróttamaðurinn í efstu fimm sætum listans.

Ragnheiður Elín tekjuhæst á Alþingi
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra með rúmlega 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Kári tekjuhæstur á árinu
Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.