Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2015 15:38 Hafdís Sigurðardóttir vann tvenn gullverðlaun á fimm mínútum. vísir/anton brink Hafdís Sigurðardóttir, UFA, vann sigur í langstökki og 100 metra hlaupi kvenna á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem nú stendur yfir í Kópavogi. Hafdís stökk lengst 6,39 metra en náði ekki að bæta Íslandsmetið sitt, en hún fór svo beint í 100 metra hlaupið og vann það örugglega. "Ég var ekki ósátt með lengdina," segir hún um langstökkið. "Ég var ósátt við að tvö lengstu stökkin mín voru hárfínt ógild. Það var svekkjandi því það voru stökk þar sem ég bætti minn besta árangur. Ég á það þá bara inni." "Ég fór að fíla mig betur í seinni hlutanum í langstökkskeppninni og fór þá að stökkva aðeins betur. Þetta var mjög fínt. Ég er mjög ánægð með seríuna í rauninni en akkúrat núna er ég ekkert sátt," segir þessi mikla keppnismanneskja sem vildi bæta metið. "Ég ætlaði í fyrsta lagi að bæta Íslandsmetið mitt og allt umfram það hefði verið plús." Hafdís hljóp beint úr sandgryfjunni, nánast enn með sand á afturendanum, beint í 100 metra hlaupið þar sem hún vann öruggan sigur þrátt fyrir litla sem enga upphitun. "Ég fékk eitt upphitunarstart en svo þurfti ég bara að gjöra svo vel og hlaupa. Maður gerir það bara. Það er allt í góðu lagi og ég er sátt með gullið," segir hún. "Það er ekki gott að fá engan undirbúning fyrir úrslit í 100 metra hlaupi. Það er ekki gott fyrir hausinn og ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið þannig það var erfitt að gíra sig upp í 100 metrana," segir Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, vann sigur í langstökki og 100 metra hlaupi kvenna á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem nú stendur yfir í Kópavogi. Hafdís stökk lengst 6,39 metra en náði ekki að bæta Íslandsmetið sitt, en hún fór svo beint í 100 metra hlaupið og vann það örugglega. "Ég var ekki ósátt með lengdina," segir hún um langstökkið. "Ég var ósátt við að tvö lengstu stökkin mín voru hárfínt ógild. Það var svekkjandi því það voru stökk þar sem ég bætti minn besta árangur. Ég á það þá bara inni." "Ég fór að fíla mig betur í seinni hlutanum í langstökkskeppninni og fór þá að stökkva aðeins betur. Þetta var mjög fínt. Ég er mjög ánægð með seríuna í rauninni en akkúrat núna er ég ekkert sátt," segir þessi mikla keppnismanneskja sem vildi bæta metið. "Ég ætlaði í fyrsta lagi að bæta Íslandsmetið mitt og allt umfram það hefði verið plús." Hafdís hljóp beint úr sandgryfjunni, nánast enn með sand á afturendanum, beint í 100 metra hlaupið þar sem hún vann öruggan sigur þrátt fyrir litla sem enga upphitun. "Ég fékk eitt upphitunarstart en svo þurfti ég bara að gjöra svo vel og hlaupa. Maður gerir það bara. Það er allt í góðu lagi og ég er sátt með gullið," segir hún. "Það er ekki gott að fá engan undirbúning fyrir úrslit í 100 metra hlaupi. Það er ekki gott fyrir hausinn og ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið þannig það var erfitt að gíra sig upp í 100 metrana," segir Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira