Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 17:30 Sigurvegararnir sáttir að leik loknum. Mynd/GSÍ Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í höggleik 2015 en hann lauk leik á 12 höggum undir pari. Þórður var með gott forskot fyrir lokadaginn og gaf hann andstæðingum sínum aldrei neina von um að ná honum. Þórður leiddi með þremur höggum fyrir daginn eftir að hafa jafnað vallarmetið af hvítum teigum deginum áður. Handan við hornið var Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni, en Axel fékk sannkallaða martraðabyrjun í dag. Báðir settu niður par á fyrstu holu en á annarri holu neyddist Axel til þess að taka víti og fékk fyrir vikið skramba á sama tíma og Þórður setti niður fugl. Var munurinn því skyndilega kominn í fimm högg og fór munurinn upp í sex högg tveimur holum síðar þegar Þórður fékk fugl. Þórður fékk eina skolla dagsins á 7. holu en fram að því hafði hann ekki fengið skolla 31 holu í röð. Hann var hinsvegar fljótur að svara því er hann nældi í tvo fugla í röð á tíundu og elleftu og svaraði með því fyrsta fugli Axels á deginum. Þórður lék stöðugt og öruggt golf allan hringinn og svaraði hann öllum fuglum Axels. Er því ekki hægt að segja annað en að hann sé verðskuldaður Íslandsmeistari árið 2015. Setti hann um leið nýtt mótsmet en fyrra metið á Íslandsmótinu í höggleik var 10 högg undir pari sem Birgir Leifur Hafþórsson og Magnús Guðmundsson deildu fyrir daginn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem Þórður ber sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik en hann hefur undanfarin þrjú ár lent í þriðja sæti. Beina textalýsingu blaðamanns af vellinum má sjá hér fyrir neðan.Lokastaðan í karlaflokki: Þórður Rafn Gissurarson (-12), Axel Bóasson (-7), Ólafur Björn Loftsson (-2), Haraldur Franklín Magnússon (-1), Andri Már Óskarsson (E).Lokastaðan í kvennaflokki: Signý Arnórsdóttir (+1), Valdís Þóra Jónsdóttir (+2), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (+3), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (+9), Tinna Jóhannsdóttir (+10)Bein textalýsing: 17:20 Þórður setur niður púttið og um leið setur hann nýtt mótsmet en hann lauk leik á 12 höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hjá Þórði. 17:15 Þórður er ekkert að bugast undir pressu. Setur boltann beint á pinna og á innan við metra pútt fyrir fuglinum. 17:10 Þórður Rafn setur skolla á 17. holu og er því á 11 höggum undir pari. Hann þarf par eða betra til að setja nýtt mótsmet á síðustu holunni sem er par 3 hola. 17:00 Signý setti niður par eftir að hafa tvípúttað og fagnaði sigrinum með fjölskyldu sinni. Verðskuldað eftir glæsilega frammistöðu í dag sem og um helgina. Óskum Signýju innilega til hamingju með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en umfjöllun um frammistöðu Signýjar má lesa hér. 16:50 Ólafía setur niður par og lýkur leik á +3 yfir pari. Tekur þriðja sætið en nú er komið að Signýju. 16:44 Glæsilegt fyrsta högg hjá Signýju sem setur boltann á sama stað og Valdís gerði fyrir korteri. Þarf að tvípútta til þess að tryggja sér titilinn. 16:40 Signý setur niður fugl af tveggja metra færi á sautjándu holu og er skyndilega með eins höggs forskot fyrir átjándu holu! Hún þarf aðeins par á átjándu holu og þá verður hún Íslandsmeistari í höggleik 2015. 16:37 Þórður tapar höggi en Axel nær að bjarga skolla á sömu braut. Það er fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að Þórður verði Íslandsmeistari í höggleik árið 2015. 16:31 Valdís líkur leik á fimm höggum undir pari og alls tveimur höggum yfir pari á mótinu. Hún setur því pressu á Signýju og Ólafíu sem eru á sautjándu braut. 16.30 Ólafía var full stutt í púttinu og á tveggja metra pútt eftir fugli. Hún þrípúttar og setur niður par líkt og Signý. Valdís á krefjandi pútt fyrir fugli á átjándu en hún og Signý eru jafnar á tveimur höggum yfir pari. 16:20 Ólafía fer inn á flötina í öðru höggi á 16. braut sem er par 5 hola og á langt pútt eftir fyrir erni. Með fugli nær hún að jafna Signýju og Valdísi. 16:10 Valdís fær fugl á 16. holu og er því skyndilega komin við hlið Signýjar á tveimur höggum yfir pari. Gæti endað í umspili í kvennaflokknum en Valdís er fimm höggum undir pari í dag. 16:05 Axel setur niður þriðja fuglinn í röð en á sama tíma setur Þórður niður fugl með frábæru pútti. Hann er ekkert á því að gefa Axeli tækifæri.16:00 Þórður og Axel pútta báðir fyrir erni á þrettándu braut en Þórður á krefjandi pútt eftir á meðan Axel á töluvert þæginlegra pútt fyrir fugli eftir. 15:50 Aðeins eins höggs munur í kvennaflokkinum, töluvert meiri spenna þar. Valdís og Ólafía sem báðar hafa orðið Íslandsmeistarar eru handan við hornið ef Signý gerir mistök. 15:45 Axel setur niður pútt fyrir fugli á tólftu holu og minnkar forskot Þórðar niður í fimm högg þegar sex holur eru eftir. Hann þarf að leika mjög sóknarsinnað golf ef hann ætlar sér að ná Þórði. 15:35 Ólafía setti annað högg sitt rétt fyrir utan flötina og vippar inn fyrir erni. Signý setti sitt fjórða högg einnig fyrir utan teig en er hinsvegar við sandgryfju og á fyrir höndum erfitt vipp fyrir pari. 15:30 Þórður og Axel setja báðir niður pútt fyrir fugli á elleftu holu. Þórður kominn á tólf högg undir pari og er farinn að ógna verulega mótsmetinu sem er 10 högg undir pari. 15:30 Signý slær boltann og er einfaldlega stálheppin að fara ekki í aðra vatnstorfæru en sleppur að þessu sinni. Á sama tíma er Valdís Þóra að setja niður pútt fyrir fugli sem kemur henni aftur inn í myndina á þremur höggum yfir pari. 15:25 Signý tekur víti á þrettándu og tekur því þriðja skotið úr erfiðu færi á þrettándu holu. Jákvæð tíðindi fyrir Ólafíu sem bíður enn eftir að slá af miðri braut. 15:23 Signý missir boltann í mýri og er þessa stundina að íhuga hvað næsta skref sé, hvort hún þurfi að taka víti en Ólafía er vel staðsett á miðri 13. brautinni. 15:15 Þórður Rafn eykur forskot sitt á ný. Setur niður fugl á tíundu en á sama tíma nær Axel aðeins pari eftir að hafa tekið smá áhættu með upphafshöggið sitt. 15:15 Signý setur niður enn einn fuglinn og er 4 höggum undir pari í dag. Er hún því komin á par á mótinu. Á sama tíma missir Ólafía stutt pútt fyrir pari á tólftu holu og er hún þremur höggum á eftir Signýju. 15:00 Þórður setur niður gott pútt fyrir pari á níundu holu. Er kominn aftur á ról, tvö pör í röð eftir að hafa fengið skolla á sjöundu. 14:40 Valdís Þóra svarar með fugli. Hún nær fugli á tíundu holu og er fjórum höggum yfir pari, þremur höggum á eftir Signýju. 14:35 Þórður Rafn er mannlegur. Hann tapar höggi á sjöundu holu en þetta er í fyrsta sinn frá föstudaginn sem hann tapar höggi. Lék hann alls 31. holu í röð án þess að tapa höggi. 14:30 Seinasti ráshópur kvenna að koma inn á níundu holu. Holustaðsetningin er erfið í dag, vinstra megin á gríninu ofarlega. 14:25 Signý vippar boltanum í holuna á áttundu holu fyrir fugli og er komin þremur höggum undir par á hringnum og einu höggi yfir pari í heildina. Á sama tíma missir Ólafía stutt pútt fyrir pari og er Signý því komin með tveggja högga forystu. 14:25 Valdís Þóra með skolla á níundu holu og er skyndilega þremur höggum á eftir Signýju og Ólafíu. Hún þarf að spýta í lófana ætli hún sér að blanda sér í toppbaráttuna en þetta er annar hringurinn í röð sem hún fékk skolla á níundu holu. 14:15 Ólafía Þórunn nælir í fugl og Signý svarar með fugli sömuleiðis. Setja niður pútt 7. holu sem er löng par 5 hola. 14:15 Þá er Þórður Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er mættur til að fylgjast með á níundu braut. 14:10 Birgir Leifur Hafþórsson sem er ríkjandi Íslandsmeistari er mættur á svæðið en Birgir Leifur tók ekki þátt í ár vegna þátttöku sinnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgi tókst ekki að komast í gegn um niðurskurðinn og hefur greinilega flogið beint heim til þess að fylgjast með mótinu á sínum gamla heimavelli. 14:00 Línurnar eru skýrar í karlaflokkinum. Axel á ennþá möguleika að ná Þórði en Ólafur Björn tapaði höggi á fimmtu holu og er níu höggum á eftir Þórði. 13:45 Íslandsmeistarinn gefur ekkert eftir Ólafía Þórunn nælir í tvo fugla í röð á 5. og 6. holu og er skyndilega jöfn Signýju í efsta sæti. Hún var ekki nálægt því að vippa boltanum ofan í fyrir erni á 6. holu en sættir sig eflaust við fuglinn. 13:40 Þórður Rafn nælir í fugl og er skyndilega kominn með sex högga forskot eftir fjórar holur. Hann er eins og staðan er ellefu höggum undir pari en mótsmetið er tíu högg undir pari. 13:30 Allar þrjár konurnar næla í fugl og er því Signý enn með eins höggs forskot þegar hún hefur lokið fimm holum. 13:20 Það er örlítið kaldara í dag en kylfingarnir eru sáttirnar með flatirnar, þær eru mjúkari í dag eftir að það rigndi í nótt. 13:10 Axel setur pútt niður fyrir skramba. Þórður sem lék fyrstu tvær holur vallarins á pari skyndilega kominn með fimm högga forystu. 13:05 Axel Bóasson neyðist til þess að taka víti á annarri holu sem gefur Þórði enn meira svigrúm en Þórður virðist vera í nokkuð góðri stöðu inn á flötinni. 13:00 Signý tapar höggi og skyndilega munar aðeins einu höggi á henni og Valdísi og Ólafíu sem eru báðar undir pari í dag. 12:55 Erfiðleikar Sunnu halda áfram. Hún leikur fyrstu holuna á þremur höggum yfir pari en svarar því með fugli á annarri holu. Signý nær einnig fugli á annarri holu og heldur tveggja högga forskoti á Ólafíu og Valdísi. 12:55 Valdís Þóra byrjar vel en hún er tveimur höggum undir pari og er skyndilega búin að blanda sér aftur í baráttunna í kvennaflokki. Hún væri eflaust til í að vinna þetta á heimavelli sínum en hún er meðlimur í Leyni. 12:50 Þórður Rafn notar járn á fyrsta teig rétt eins og í gær en hann fékk fugl á fyrstu holu í gær sem setti tóninn fyrir hringinn. 12:45 Það eru ekki bara skemmtilegar fréttir af efstu mönnum. Heiðar Davíð Bragason, fyrrum Íslandsmeistari fékk holu í höggi áðan á áttundu braut. Óskum honum til hamingju með það. 12:40 Góðan dag og velkomin með Vísi á Garðavöll á Akranesi þar sem lokadagur Íslandsmótsins í höggleik er hafinn. Seinustu kylfingarnir voru að slá af teig og má búast við mikilli spennu á þessum lokahring. Uppfærið lýsinguna reglulega með því að endurhlaða síðuna eða ýta á F5-takkann á lyklaborðinu.Tweets by @Golfsamband Golf Tengdar fréttir Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Þórður Rafn var að vonum sáttur þegar blaðamaður tók á hann tali eftir að hafa jafnað vallarmetið á Íslandsmótinu í golfi upp á Akranesi í dag. 25. júlí 2015 18:35 Signý: Á púttin inni á morgun Signý var að vonum sátt að leik loknu í dag en hún er með tveggja högga forskot fyrir lokadaginn eftir að hafa leikið á einu höggi yfir pari í dag. 25. júlí 2015 18:19 Mikil spenna eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. 24. júlí 2015 06:30 Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Þórður Rafn jafnaði vallarmetið af hvítum teigum er hann lék á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik upp á Skaga í dag. Þá nýtti Signý sér mistök annarra kylfinga og náði góðu forskoti í kvennaflokkinum. 25. júlí 2015 00:01 Sunna með fjögurra högga forystu eftir tvo hringi Sunna Víðisdóttir úr GR er efst í kvennaflokki þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik er hálfnuð. 24. júlí 2015 16:45 Axel með tveggja högga forskot á Garðavelli Axel Bóasson úr Keili er með tveggja högga forskot í karlaflokki þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik. 24. júlí 2015 15:59 Sunna og Signý efstar og jafnar eftir fyrsta daginn Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. 23. júlí 2015 21:53 Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í höggleik 2015 en hann lauk leik á 12 höggum undir pari. Þórður var með gott forskot fyrir lokadaginn og gaf hann andstæðingum sínum aldrei neina von um að ná honum. Þórður leiddi með þremur höggum fyrir daginn eftir að hafa jafnað vallarmetið af hvítum teigum deginum áður. Handan við hornið var Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni, en Axel fékk sannkallaða martraðabyrjun í dag. Báðir settu niður par á fyrstu holu en á annarri holu neyddist Axel til þess að taka víti og fékk fyrir vikið skramba á sama tíma og Þórður setti niður fugl. Var munurinn því skyndilega kominn í fimm högg og fór munurinn upp í sex högg tveimur holum síðar þegar Þórður fékk fugl. Þórður fékk eina skolla dagsins á 7. holu en fram að því hafði hann ekki fengið skolla 31 holu í röð. Hann var hinsvegar fljótur að svara því er hann nældi í tvo fugla í röð á tíundu og elleftu og svaraði með því fyrsta fugli Axels á deginum. Þórður lék stöðugt og öruggt golf allan hringinn og svaraði hann öllum fuglum Axels. Er því ekki hægt að segja annað en að hann sé verðskuldaður Íslandsmeistari árið 2015. Setti hann um leið nýtt mótsmet en fyrra metið á Íslandsmótinu í höggleik var 10 högg undir pari sem Birgir Leifur Hafþórsson og Magnús Guðmundsson deildu fyrir daginn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem Þórður ber sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik en hann hefur undanfarin þrjú ár lent í þriðja sæti. Beina textalýsingu blaðamanns af vellinum má sjá hér fyrir neðan.Lokastaðan í karlaflokki: Þórður Rafn Gissurarson (-12), Axel Bóasson (-7), Ólafur Björn Loftsson (-2), Haraldur Franklín Magnússon (-1), Andri Már Óskarsson (E).Lokastaðan í kvennaflokki: Signý Arnórsdóttir (+1), Valdís Þóra Jónsdóttir (+2), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (+3), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (+9), Tinna Jóhannsdóttir (+10)Bein textalýsing: 17:20 Þórður setur niður púttið og um leið setur hann nýtt mótsmet en hann lauk leik á 12 höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hjá Þórði. 17:15 Þórður er ekkert að bugast undir pressu. Setur boltann beint á pinna og á innan við metra pútt fyrir fuglinum. 17:10 Þórður Rafn setur skolla á 17. holu og er því á 11 höggum undir pari. Hann þarf par eða betra til að setja nýtt mótsmet á síðustu holunni sem er par 3 hola. 17:00 Signý setti niður par eftir að hafa tvípúttað og fagnaði sigrinum með fjölskyldu sinni. Verðskuldað eftir glæsilega frammistöðu í dag sem og um helgina. Óskum Signýju innilega til hamingju með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en umfjöllun um frammistöðu Signýjar má lesa hér. 16:50 Ólafía setur niður par og lýkur leik á +3 yfir pari. Tekur þriðja sætið en nú er komið að Signýju. 16:44 Glæsilegt fyrsta högg hjá Signýju sem setur boltann á sama stað og Valdís gerði fyrir korteri. Þarf að tvípútta til þess að tryggja sér titilinn. 16:40 Signý setur niður fugl af tveggja metra færi á sautjándu holu og er skyndilega með eins höggs forskot fyrir átjándu holu! Hún þarf aðeins par á átjándu holu og þá verður hún Íslandsmeistari í höggleik 2015. 16:37 Þórður tapar höggi en Axel nær að bjarga skolla á sömu braut. Það er fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að Þórður verði Íslandsmeistari í höggleik árið 2015. 16:31 Valdís líkur leik á fimm höggum undir pari og alls tveimur höggum yfir pari á mótinu. Hún setur því pressu á Signýju og Ólafíu sem eru á sautjándu braut. 16.30 Ólafía var full stutt í púttinu og á tveggja metra pútt eftir fugli. Hún þrípúttar og setur niður par líkt og Signý. Valdís á krefjandi pútt fyrir fugli á átjándu en hún og Signý eru jafnar á tveimur höggum yfir pari. 16:20 Ólafía fer inn á flötina í öðru höggi á 16. braut sem er par 5 hola og á langt pútt eftir fyrir erni. Með fugli nær hún að jafna Signýju og Valdísi. 16:10 Valdís fær fugl á 16. holu og er því skyndilega komin við hlið Signýjar á tveimur höggum yfir pari. Gæti endað í umspili í kvennaflokknum en Valdís er fimm höggum undir pari í dag. 16:05 Axel setur niður þriðja fuglinn í röð en á sama tíma setur Þórður niður fugl með frábæru pútti. Hann er ekkert á því að gefa Axeli tækifæri.16:00 Þórður og Axel pútta báðir fyrir erni á þrettándu braut en Þórður á krefjandi pútt eftir á meðan Axel á töluvert þæginlegra pútt fyrir fugli eftir. 15:50 Aðeins eins höggs munur í kvennaflokkinum, töluvert meiri spenna þar. Valdís og Ólafía sem báðar hafa orðið Íslandsmeistarar eru handan við hornið ef Signý gerir mistök. 15:45 Axel setur niður pútt fyrir fugli á tólftu holu og minnkar forskot Þórðar niður í fimm högg þegar sex holur eru eftir. Hann þarf að leika mjög sóknarsinnað golf ef hann ætlar sér að ná Þórði. 15:35 Ólafía setti annað högg sitt rétt fyrir utan flötina og vippar inn fyrir erni. Signý setti sitt fjórða högg einnig fyrir utan teig en er hinsvegar við sandgryfju og á fyrir höndum erfitt vipp fyrir pari. 15:30 Þórður og Axel setja báðir niður pútt fyrir fugli á elleftu holu. Þórður kominn á tólf högg undir pari og er farinn að ógna verulega mótsmetinu sem er 10 högg undir pari. 15:30 Signý slær boltann og er einfaldlega stálheppin að fara ekki í aðra vatnstorfæru en sleppur að þessu sinni. Á sama tíma er Valdís Þóra að setja niður pútt fyrir fugli sem kemur henni aftur inn í myndina á þremur höggum yfir pari. 15:25 Signý tekur víti á þrettándu og tekur því þriðja skotið úr erfiðu færi á þrettándu holu. Jákvæð tíðindi fyrir Ólafíu sem bíður enn eftir að slá af miðri braut. 15:23 Signý missir boltann í mýri og er þessa stundina að íhuga hvað næsta skref sé, hvort hún þurfi að taka víti en Ólafía er vel staðsett á miðri 13. brautinni. 15:15 Þórður Rafn eykur forskot sitt á ný. Setur niður fugl á tíundu en á sama tíma nær Axel aðeins pari eftir að hafa tekið smá áhættu með upphafshöggið sitt. 15:15 Signý setur niður enn einn fuglinn og er 4 höggum undir pari í dag. Er hún því komin á par á mótinu. Á sama tíma missir Ólafía stutt pútt fyrir pari á tólftu holu og er hún þremur höggum á eftir Signýju. 15:00 Þórður setur niður gott pútt fyrir pari á níundu holu. Er kominn aftur á ról, tvö pör í röð eftir að hafa fengið skolla á sjöundu. 14:40 Valdís Þóra svarar með fugli. Hún nær fugli á tíundu holu og er fjórum höggum yfir pari, þremur höggum á eftir Signýju. 14:35 Þórður Rafn er mannlegur. Hann tapar höggi á sjöundu holu en þetta er í fyrsta sinn frá föstudaginn sem hann tapar höggi. Lék hann alls 31. holu í röð án þess að tapa höggi. 14:30 Seinasti ráshópur kvenna að koma inn á níundu holu. Holustaðsetningin er erfið í dag, vinstra megin á gríninu ofarlega. 14:25 Signý vippar boltanum í holuna á áttundu holu fyrir fugli og er komin þremur höggum undir par á hringnum og einu höggi yfir pari í heildina. Á sama tíma missir Ólafía stutt pútt fyrir pari og er Signý því komin með tveggja högga forystu. 14:25 Valdís Þóra með skolla á níundu holu og er skyndilega þremur höggum á eftir Signýju og Ólafíu. Hún þarf að spýta í lófana ætli hún sér að blanda sér í toppbaráttuna en þetta er annar hringurinn í röð sem hún fékk skolla á níundu holu. 14:15 Ólafía Þórunn nælir í fugl og Signý svarar með fugli sömuleiðis. Setja niður pútt 7. holu sem er löng par 5 hola. 14:15 Þá er Þórður Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er mættur til að fylgjast með á níundu braut. 14:10 Birgir Leifur Hafþórsson sem er ríkjandi Íslandsmeistari er mættur á svæðið en Birgir Leifur tók ekki þátt í ár vegna þátttöku sinnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgi tókst ekki að komast í gegn um niðurskurðinn og hefur greinilega flogið beint heim til þess að fylgjast með mótinu á sínum gamla heimavelli. 14:00 Línurnar eru skýrar í karlaflokkinum. Axel á ennþá möguleika að ná Þórði en Ólafur Björn tapaði höggi á fimmtu holu og er níu höggum á eftir Þórði. 13:45 Íslandsmeistarinn gefur ekkert eftir Ólafía Þórunn nælir í tvo fugla í röð á 5. og 6. holu og er skyndilega jöfn Signýju í efsta sæti. Hún var ekki nálægt því að vippa boltanum ofan í fyrir erni á 6. holu en sættir sig eflaust við fuglinn. 13:40 Þórður Rafn nælir í fugl og er skyndilega kominn með sex högga forskot eftir fjórar holur. Hann er eins og staðan er ellefu höggum undir pari en mótsmetið er tíu högg undir pari. 13:30 Allar þrjár konurnar næla í fugl og er því Signý enn með eins höggs forskot þegar hún hefur lokið fimm holum. 13:20 Það er örlítið kaldara í dag en kylfingarnir eru sáttirnar með flatirnar, þær eru mjúkari í dag eftir að það rigndi í nótt. 13:10 Axel setur pútt niður fyrir skramba. Þórður sem lék fyrstu tvær holur vallarins á pari skyndilega kominn með fimm högga forystu. 13:05 Axel Bóasson neyðist til þess að taka víti á annarri holu sem gefur Þórði enn meira svigrúm en Þórður virðist vera í nokkuð góðri stöðu inn á flötinni. 13:00 Signý tapar höggi og skyndilega munar aðeins einu höggi á henni og Valdísi og Ólafíu sem eru báðar undir pari í dag. 12:55 Erfiðleikar Sunnu halda áfram. Hún leikur fyrstu holuna á þremur höggum yfir pari en svarar því með fugli á annarri holu. Signý nær einnig fugli á annarri holu og heldur tveggja högga forskoti á Ólafíu og Valdísi. 12:55 Valdís Þóra byrjar vel en hún er tveimur höggum undir pari og er skyndilega búin að blanda sér aftur í baráttunna í kvennaflokki. Hún væri eflaust til í að vinna þetta á heimavelli sínum en hún er meðlimur í Leyni. 12:50 Þórður Rafn notar járn á fyrsta teig rétt eins og í gær en hann fékk fugl á fyrstu holu í gær sem setti tóninn fyrir hringinn. 12:45 Það eru ekki bara skemmtilegar fréttir af efstu mönnum. Heiðar Davíð Bragason, fyrrum Íslandsmeistari fékk holu í höggi áðan á áttundu braut. Óskum honum til hamingju með það. 12:40 Góðan dag og velkomin með Vísi á Garðavöll á Akranesi þar sem lokadagur Íslandsmótsins í höggleik er hafinn. Seinustu kylfingarnir voru að slá af teig og má búast við mikilli spennu á þessum lokahring. Uppfærið lýsinguna reglulega með því að endurhlaða síðuna eða ýta á F5-takkann á lyklaborðinu.Tweets by @Golfsamband
Golf Tengdar fréttir Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Þórður Rafn var að vonum sáttur þegar blaðamaður tók á hann tali eftir að hafa jafnað vallarmetið á Íslandsmótinu í golfi upp á Akranesi í dag. 25. júlí 2015 18:35 Signý: Á púttin inni á morgun Signý var að vonum sátt að leik loknu í dag en hún er með tveggja högga forskot fyrir lokadaginn eftir að hafa leikið á einu höggi yfir pari í dag. 25. júlí 2015 18:19 Mikil spenna eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. 24. júlí 2015 06:30 Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Þórður Rafn jafnaði vallarmetið af hvítum teigum er hann lék á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik upp á Skaga í dag. Þá nýtti Signý sér mistök annarra kylfinga og náði góðu forskoti í kvennaflokkinum. 25. júlí 2015 00:01 Sunna með fjögurra högga forystu eftir tvo hringi Sunna Víðisdóttir úr GR er efst í kvennaflokki þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik er hálfnuð. 24. júlí 2015 16:45 Axel með tveggja högga forskot á Garðavelli Axel Bóasson úr Keili er með tveggja högga forskot í karlaflokki þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik. 24. júlí 2015 15:59 Sunna og Signý efstar og jafnar eftir fyrsta daginn Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. 23. júlí 2015 21:53 Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Þórður Rafn var að vonum sáttur þegar blaðamaður tók á hann tali eftir að hafa jafnað vallarmetið á Íslandsmótinu í golfi upp á Akranesi í dag. 25. júlí 2015 18:35
Signý: Á púttin inni á morgun Signý var að vonum sátt að leik loknu í dag en hún er með tveggja högga forskot fyrir lokadaginn eftir að hafa leikið á einu höggi yfir pari í dag. 25. júlí 2015 18:19
Mikil spenna eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. 24. júlí 2015 06:30
Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Þórður Rafn jafnaði vallarmetið af hvítum teigum er hann lék á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik upp á Skaga í dag. Þá nýtti Signý sér mistök annarra kylfinga og náði góðu forskoti í kvennaflokkinum. 25. júlí 2015 00:01
Sunna með fjögurra högga forystu eftir tvo hringi Sunna Víðisdóttir úr GR er efst í kvennaflokki þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik er hálfnuð. 24. júlí 2015 16:45
Axel með tveggja högga forskot á Garðavelli Axel Bóasson úr Keili er með tveggja högga forskot í karlaflokki þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik. 24. júlí 2015 15:59
Sunna og Signý efstar og jafnar eftir fyrsta daginn Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. 23. júlí 2015 21:53
Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53