Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 16:55 Signý. Mynd/GSÍ Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira