Betur verður fylgst með boltunum í NFL-deildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júlí 2015 22:45 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Vísir/Getty Dómarar í NFL-deildinni munu fylgjast betur með að boltarnir sem notaðir eru í leikjum séu ekki of linir á næsta tímabili. Var þessi ákvörðun tekin eftir að upp komst um að New England Patriots hefði sett of lítið loft í boltana fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Er talið að Patriots hafi hleypt lofti úr boltunum, gert að ósk Tom Brady, leikstjórnenda liðsins. Samkvæmt rannsókn sem gerð var um málið var loft tekið úr boltunum en Brady hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu. Var hann dæmdur í vor í fjögurra leikja bann ásamt því að liðið missti tvo valrétti í nýliðavalinu og var gert að greiða eina milljón bandaríkjadollara í sekt. Kemur það fram á miðlum erlendis að betur verður fylgst með vigtuninni þegar boltar eru rannsakaðir ásamt því að dómarar munu af og til á meðan leik stendur rannsaka bolta að eigin vild. Voru reglurnar á síðasta tímabili að boltarnir voru prófaðir fyrir leik og aðeins einn vigtaður en framkvæmdarstjóri Indianapolis Colts, Ryan Grigson, sagði að það væri alþekkt innan deildarinnar að boltastrákar breyttu ástandi boltanna eftir að dómararnir væru farnir. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem Patriots er sakað um vafasama hegðun undir stjórn Bill Belichick en árið 2007 var þjálfarinn staðinn við að hafa tekið ólöglegar myndir af handabendingum andstæðinga liðsins. NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Dómarar í NFL-deildinni munu fylgjast betur með að boltarnir sem notaðir eru í leikjum séu ekki of linir á næsta tímabili. Var þessi ákvörðun tekin eftir að upp komst um að New England Patriots hefði sett of lítið loft í boltana fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Er talið að Patriots hafi hleypt lofti úr boltunum, gert að ósk Tom Brady, leikstjórnenda liðsins. Samkvæmt rannsókn sem gerð var um málið var loft tekið úr boltunum en Brady hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu. Var hann dæmdur í vor í fjögurra leikja bann ásamt því að liðið missti tvo valrétti í nýliðavalinu og var gert að greiða eina milljón bandaríkjadollara í sekt. Kemur það fram á miðlum erlendis að betur verður fylgst með vigtuninni þegar boltar eru rannsakaðir ásamt því að dómarar munu af og til á meðan leik stendur rannsaka bolta að eigin vild. Voru reglurnar á síðasta tímabili að boltarnir voru prófaðir fyrir leik og aðeins einn vigtaður en framkvæmdarstjóri Indianapolis Colts, Ryan Grigson, sagði að það væri alþekkt innan deildarinnar að boltastrákar breyttu ástandi boltanna eftir að dómararnir væru farnir. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem Patriots er sakað um vafasama hegðun undir stjórn Bill Belichick en árið 2007 var þjálfarinn staðinn við að hafa tekið ólöglegar myndir af handabendingum andstæðinga liðsins.
NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30
Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00
Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30
Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45