Við komum í veg fyrir gjöf á makrílnum – sagð'ann! Haraldur Einarsson skrifar 10. júlí 2015 14:41 Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar