Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet.
Djokovic, sem er efstur á heimslistanum, vann í þremur settum; 7-6, 6-4 og 6-4.
Hinn 28 ára gamli Djokovic á titil að verja á Wimbledon en hann vann mótið einnig árið 2011. Hann hefur alls unnið 11 risatitla á ferlinum.
Klukkan 15:05 hefst svo seinni undanúrslitaleikurinn þar sem Andy Murray og Roger Federer eigast við. Fylgjast má með viðureigninni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
