Conor: Ég grét af gleði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 08:25 Conor kominn með beltið um mittið. vísir/getty Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. Conor mætti til leiks sírifandi kjaft og nýtti stærðarmuninn til þess að sparka og kýla Mendes. Hann varð þó aðeins of góður með sig því hann gætti ekki að sér og var tekinn niður tvisvar strax í fyrstu lotu. Í annarri lotu náði Mendes honum fljótt niður og var ofan á McGregor í um fjórar mínútur. Hann er frábær glímumaður og náði að halda McGregor. Hann meiddi og blóðgaði hann líka. Þegar nokkrar sekúndur eru eftir af annarri lotu nær McGregor að losa sig á ævintýralegan hátt og í kjölfarið rotaði hann Mendes á nokkrum sekúndum. Hann snéri að því er virtist töpuðum bardaga upp í sigur. Hann er því tímabundinn meistari en Jose Aldo fær að keppa við hann síðar en Aldo hefur haldið beltinu frá upphafi.Conor nær góðu sparki á Mendes.vísir/getty„Það þyrmdi yfir mig þegar ég náði loks takmarki mínu. Ég táraðist enda hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag," sagði McGregor á blaðamannafundi eftir bardagann. Hann mætti langsíðastur á fundinn og sat einn með blaðamönnum. Honum gekk ekkert vel að klára lyfjapróf en það hafðist. „Það eru alltaf einhverjir að efast um að ég geti ekki hitt og þetta. Ég sýndi núna að ég ræð vel við glímuna og gat losað mig frá sterkum manni eins og Chad. Ég get alltaf svarað öllu," sagði McGregor en hann var augljóslega í miklu tilfinningalega uppnámi. Hann hefur lagt mikið á sig við að gera þetta að stærsta viðburði í sögu UFC og til að mynda aðeins sofið 19 sinnum heima hjá sér á árinu. Hann er búinn að setja heimset í fjölda viðtala og öll vinnan var að skila sér. „Ég elska ykkur blaðamenn en ég hef gjörsamlega fengið nóg af ykkur í bili," sagði McGregor og uppskar mikil hlátrasköll. Hann sagðist líka hafa verið meira meiddur en Jose Aldo sem dró sig úr bardaganum. Hann vildi samt ekki segja hvað hefði verið að plaga hann. „Ég gat ekki brugðist þjóð minni. Það er dýrt fyrir Íra að koma hingað og ég veit að fólkið var búið að vinna mikið fyrir því að komast hingað. Færa fórnir og ég gat ekki brugðist þessu fólki. Ég ætlaði alltaf að berjast." Mendes var auðmjúkur eftir tapið sem var svekkjandi enda var hann í góðri stöðu. „Ég tók áhættu og reyndi að klára hann í stað þess að halda áfram að halda minni stöðu og lemja á honum. Þessi áhættu kostaði mig sigurinn," sagði Mendes en hann var augljóslega mjög þreyttur er þeir stóðu aftur upp. „Ég var mjög þreyttur og lappirnar riðuðu. Ég tek samt ekkert af Conor að hann gat rifið kjaft allan bardagann. Meira að segja þegar ég náði að meiða hann og blóðga. Það var ótrúlegt. Hann er ekki endilega svo höggþungur eins og talað er um en hann er svakalega nákvæmur. Hann var betri og ég óska honum til hamingju."Mendes með Conor í erfiðri stöðu.vísir/getty MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. Conor mætti til leiks sírifandi kjaft og nýtti stærðarmuninn til þess að sparka og kýla Mendes. Hann varð þó aðeins of góður með sig því hann gætti ekki að sér og var tekinn niður tvisvar strax í fyrstu lotu. Í annarri lotu náði Mendes honum fljótt niður og var ofan á McGregor í um fjórar mínútur. Hann er frábær glímumaður og náði að halda McGregor. Hann meiddi og blóðgaði hann líka. Þegar nokkrar sekúndur eru eftir af annarri lotu nær McGregor að losa sig á ævintýralegan hátt og í kjölfarið rotaði hann Mendes á nokkrum sekúndum. Hann snéri að því er virtist töpuðum bardaga upp í sigur. Hann er því tímabundinn meistari en Jose Aldo fær að keppa við hann síðar en Aldo hefur haldið beltinu frá upphafi.Conor nær góðu sparki á Mendes.vísir/getty„Það þyrmdi yfir mig þegar ég náði loks takmarki mínu. Ég táraðist enda hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag," sagði McGregor á blaðamannafundi eftir bardagann. Hann mætti langsíðastur á fundinn og sat einn með blaðamönnum. Honum gekk ekkert vel að klára lyfjapróf en það hafðist. „Það eru alltaf einhverjir að efast um að ég geti ekki hitt og þetta. Ég sýndi núna að ég ræð vel við glímuna og gat losað mig frá sterkum manni eins og Chad. Ég get alltaf svarað öllu," sagði McGregor en hann var augljóslega í miklu tilfinningalega uppnámi. Hann hefur lagt mikið á sig við að gera þetta að stærsta viðburði í sögu UFC og til að mynda aðeins sofið 19 sinnum heima hjá sér á árinu. Hann er búinn að setja heimset í fjölda viðtala og öll vinnan var að skila sér. „Ég elska ykkur blaðamenn en ég hef gjörsamlega fengið nóg af ykkur í bili," sagði McGregor og uppskar mikil hlátrasköll. Hann sagðist líka hafa verið meira meiddur en Jose Aldo sem dró sig úr bardaganum. Hann vildi samt ekki segja hvað hefði verið að plaga hann. „Ég gat ekki brugðist þjóð minni. Það er dýrt fyrir Íra að koma hingað og ég veit að fólkið var búið að vinna mikið fyrir því að komast hingað. Færa fórnir og ég gat ekki brugðist þessu fólki. Ég ætlaði alltaf að berjast." Mendes var auðmjúkur eftir tapið sem var svekkjandi enda var hann í góðri stöðu. „Ég tók áhættu og reyndi að klára hann í stað þess að halda áfram að halda minni stöðu og lemja á honum. Þessi áhættu kostaði mig sigurinn," sagði Mendes en hann var augljóslega mjög þreyttur er þeir stóðu aftur upp. „Ég var mjög þreyttur og lappirnar riðuðu. Ég tek samt ekkert af Conor að hann gat rifið kjaft allan bardagann. Meira að segja þegar ég náði að meiða hann og blóðga. Það var ótrúlegt. Hann er ekki endilega svo höggþungur eins og talað er um en hann er svakalega nákvæmur. Hann var betri og ég óska honum til hamingju."Mendes með Conor í erfiðri stöðu.vísir/getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06