Bjarni: Vonandi var þetta ekki síðasti leikur Þorsteins fyrir KR Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli skrifar 12. júlí 2015 22:17 Bjarni Guðjónsson vonast til að halda Þorsteini Má. vísir/stefán Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. "Þótt úrslitin hafi á endanum verið nokkuð þægileg litum við aldrei á það sem létt verkefni að koma hingað í Víkina," sagði Bjarni. "Okkur tókst að byrja leikinn af krafti og setja þá á afturlappirnar og þar af leiðandi leit þetta út fyrir að vera auðvelt sem var ekki raunin. "Það er þægileg þróun að vera 3-0 yfir í hálfleik en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerist því menn eru vinnusamir og duglegir," sagði Bjarni sem gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson af velli í seinni hálfleik en KR á leik gegn Rosenborg í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. "Þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki og það var gott að geta tekið þá út af og jafnframt gaman að geta sett ungan og efnilegan strák (Axel Sigurðarson) inn á og hann stóð sig frábærlega." Tvö fyrstu mörk KR komu eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkings. Bjarni sagði að það hafi verið á leikplaninu fyrir leikinn. "Þetta er eitt af vopnunum sem við höfum, að geta sett boltann inn fyrir. Við erum með fljóta menn fram á við og þegar við sendum boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna getum við refsað." Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Mikið hefur verið rætt og ritað um hans framtíð hjá KR en félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. En var þetta hans síðasti leikur fyrir KR? "Nei, það vona ég svo sannarlega ekki. Það er Evrópuleikur á fimmtudaginn og glugginn er ekki opinn enn þannig að við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. 12. júlí 2015 22:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. "Þótt úrslitin hafi á endanum verið nokkuð þægileg litum við aldrei á það sem létt verkefni að koma hingað í Víkina," sagði Bjarni. "Okkur tókst að byrja leikinn af krafti og setja þá á afturlappirnar og þar af leiðandi leit þetta út fyrir að vera auðvelt sem var ekki raunin. "Það er þægileg þróun að vera 3-0 yfir í hálfleik en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerist því menn eru vinnusamir og duglegir," sagði Bjarni sem gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson af velli í seinni hálfleik en KR á leik gegn Rosenborg í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. "Þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki og það var gott að geta tekið þá út af og jafnframt gaman að geta sett ungan og efnilegan strák (Axel Sigurðarson) inn á og hann stóð sig frábærlega." Tvö fyrstu mörk KR komu eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkings. Bjarni sagði að það hafi verið á leikplaninu fyrir leikinn. "Þetta er eitt af vopnunum sem við höfum, að geta sett boltann inn fyrir. Við erum með fljóta menn fram á við og þegar við sendum boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna getum við refsað." Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Mikið hefur verið rætt og ritað um hans framtíð hjá KR en félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. En var þetta hans síðasti leikur fyrir KR? "Nei, það vona ég svo sannarlega ekki. Það er Evrópuleikur á fimmtudaginn og glugginn er ekki opinn enn þannig að við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. 12. júlí 2015 22:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. 12. júlí 2015 22:30