Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám jakob bjarnar skrifar 13. júlí 2015 09:19 Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira