Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám jakob bjarnar skrifar 13. júlí 2015 09:19 Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira