Vallarstjóri Kópavogsvallar prófar nýja hluti fyrir sjónvarpsleik kvöldsins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:06 Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira