Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2015 19:00 Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals. Mansal í Vík Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals.
Mansal í Vík Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira