Deron Williams orðinn leikmaður Dallas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2015 14:30 Williams verður liðsfélagi Dirk Nowitzki hjá Dallas. vísir/getty Leikstjórnandinn Deron Williams er genginn í raðir Dallas Mavericks frá Brooklyn Nets. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Dallas sem voru súrir eftir að miðherjinn DeAndre Jordan hætti við að semja við liðið eins og fjallað hefur verið um. Næsta tímabil verður það tólfta hjá Williams í NBA-deildinni en hann var valinn númer þrjú í nýliðavalinu 2005 af Utah Jazz. Williams, sem er 31 árs, lék með Utah til 2011 þegar honum var skipt til Brooklyn Nets, eða New Jersey Nets eins og liðið hét þá. Williams, sem var í menntaskóla í Texas, tekur við leikstjórnadastöðunni hjá Dallas af Rajon Rondo sem er farinn til Sacramento Kings. Dallas, sem féll úr leik fyrir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vetur, teflir fram nokkuð breyttu liði á næsta tímabili en meðal leikmanna sem komnir eru til liðsins eru Wesley Matthews, Zaza Pachulia og Richard Jefferson, auk Williams. Williams hefur þrívegis verið valinn til þátttöku í Stjörnuleiknum auk þess sem hann var valinn í annað úrvalslið NBA 2008 og 2010. Þá vann leikstjórnandinn til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Williams er með 17,0 stig, 3,2 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum. Hann er einn fimm leikmanna sem eru að spila í NBA-deildinni í dag sem hafa skorað a.m.k. 12.000 stig og gefið 6000 stoðsendingar á ferlinum. Hinir eru Chris Paul, Kobe Bryant, Andre Miller og LeBron James.OFFICIAL: Join us in welcoming PG .@DeronWilliams to the Dallas Mavericks! http://t.co/wv5yhx5crj pic.twitter.com/nrpZWbDOYK— Dallas Mavericks (@dallasmavs) July 14, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Leikstjórnandinn Deron Williams er genginn í raðir Dallas Mavericks frá Brooklyn Nets. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Dallas sem voru súrir eftir að miðherjinn DeAndre Jordan hætti við að semja við liðið eins og fjallað hefur verið um. Næsta tímabil verður það tólfta hjá Williams í NBA-deildinni en hann var valinn númer þrjú í nýliðavalinu 2005 af Utah Jazz. Williams, sem er 31 árs, lék með Utah til 2011 þegar honum var skipt til Brooklyn Nets, eða New Jersey Nets eins og liðið hét þá. Williams, sem var í menntaskóla í Texas, tekur við leikstjórnadastöðunni hjá Dallas af Rajon Rondo sem er farinn til Sacramento Kings. Dallas, sem féll úr leik fyrir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vetur, teflir fram nokkuð breyttu liði á næsta tímabili en meðal leikmanna sem komnir eru til liðsins eru Wesley Matthews, Zaza Pachulia og Richard Jefferson, auk Williams. Williams hefur þrívegis verið valinn til þátttöku í Stjörnuleiknum auk þess sem hann var valinn í annað úrvalslið NBA 2008 og 2010. Þá vann leikstjórnandinn til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Williams er með 17,0 stig, 3,2 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum. Hann er einn fimm leikmanna sem eru að spila í NBA-deildinni í dag sem hafa skorað a.m.k. 12.000 stig og gefið 6000 stoðsendingar á ferlinum. Hinir eru Chris Paul, Kobe Bryant, Andre Miller og LeBron James.OFFICIAL: Join us in welcoming PG .@DeronWilliams to the Dallas Mavericks! http://t.co/wv5yhx5crj pic.twitter.com/nrpZWbDOYK— Dallas Mavericks (@dallasmavs) July 14, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04