Gríski þingforsetinn, sem harðlega hefur mótmælt því að pakkinn verði samþykktur, gekk út úr þingsal fyrr í kvöld og sagðist ekki ætla að taka þátt í viðræðunum. Sagði hún ekki nærri því nægan tíma til að ræða tilboðið frá Evrópu og kallaði þetta „myrkan dag í sögu lýðræðisins í Evrópu.“ Hún sneri þó aftur í þingsal síðar um kvöldið.
Þá er ástandið ekki rólegra fyrir utan þingið, þar sem mótmælendur hafa beitt eldsprengjum gegn lögreglu og kveikt í bílum, hraðbönkum og öðru. Samkvæmt fréttaveitunni AFP hafa um fjörutíu manns verið handteknir það sem af er kvöldi.
Breytt 23.30: Í þessari frétt stóð áður að lögregla hefði beitt eldsprengjum, en ekki mótmælendur. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
VIDEO: Clashes in Syntagma Square near the Greek Parliament. Molotov cocktails thrown at police. via @Hibai_ pic.twitter.com/AyyGRW6OEh
— ѕyndιcalιѕт (@syndicalisms) July 15, 2015