Aníta Hinriksdóttir hefur í dag titilvörn sína á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum 19 ára og yngri. Aníta varð Evrópumeistari í 800 m hlaupi fyrir tveimur árum síðan, þá aðeins sautján ára gömul.
Hún hleypur í undanrásum í dag klukkan 13.45 en úrslitahlaupið í greininni fer fram á laugardag klukkan 15.15.
Aníta á besta tíma ársins í greininni, 2:01,50 mínútur. Sarah Schmidt frá Þýskalandi og Renée Eykens frá Belgíu eiga einnig góða tíma og munu blanda sér í baráttu um verðlaun á mótinu. Eykens hafði betur á sterku ungmennamóti í Mannheim á dögunum.
Hilmar Örn Jónsson keppir einnig í sleggjukasti og á góðan möguleika á að blanda sér í baráttu um verðlaun. Forkeppni í sleggjukasti karla hefst klukkan 08.00 í dag.
Aðrir keppendur eru sleggjukastarinn Vigdís Jónsson og tugþrautarkappinn Tristan Freyr Jónsson. Vigdís keppir á morgun og Tristan á laugardag og sunnudag.
EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti