Innlent

Ferðamönnum bjargað á sunnanverðu Snæfellsnesi

Bjarki Ármannsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var við æfingar með flugbjörgunarsveitinni á Sandskeiði og hélt rakleiðis á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var við æfingar með flugbjörgunarsveitinni á Sandskeiði og hélt rakleiðis á vettvang. Vísir/Ernir
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni á fimmta tímanum í dag frá fjarskiptamiðstöð lögreglu um aðstoð þyrlu vegna tveggja erlendra ferðamanna sem fastir voru á flæðiskeri á sunnanverðu Snæfellsnesi og flæddi hratt að.

Að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er svæðið nokkuð varasamt en þar er nú stórstreymt. Þornar hratt upp á milli en flæðir svo jafnan hratt að og erfitt að komast að með bátum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var við æfingar með flugbjörgunarsveitinni á Sandskeiði og hélt rakleiðis á vettvang. Voru ferðamennirnir sóttir með þyrlunni og þeir fluttir á þurrt land. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×