Peningurinn er sóttur úr evrópska stöðugleikakerfinu (European Stability Mechanism, ESM), varanlegum sjóði evruríkjanna sem ætlað er að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð.
Valdis Dombrovskis, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá þessu nú fyrir stundu.
Dombrovskis sagðist vona að nú tækist að semja við grísk stjórnvöld um lánaáætlun til þriggja ára innan fárra vikna.
Council approves €7bn bridge loan to #Greece http://t.co/4SUqywm5RH
— EU Council Press (@EUCouncilPress) July 17, 2015