Áttavillt og umdeilt Ríkisútvarp Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2015 11:55 BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun