Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2015 13:06 Erling kann engar skýringar á þessari dularfullu plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina í Kjósinni. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is
Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00