Viðskipti erlent

Þreyttir þumlar úr sögunni: Notendur Snapchat geta séð myndbönd með einum smelli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Engin hætta er lengur á að missa af nokkura sekúndna myndbandi eða mynd vegna klaufaþumals.
Engin hætta er lengur á að missa af nokkura sekúndna myndbandi eða mynd vegna klaufaþumals. Vísir
Þreyttir þumlar heyra sögunni til fyrir notendur Snapchat en nýjasta uppfærsla smáforritsins gerir notendum kleift að horfa á myndir og myndbönd án þess að halda við skjáinn. Þetta kemur fram á vef Independent. Forsvarsmenn Snapchat tilkynntu í dag að nú hefðu þeir hannað nýtt viðmót þar sem notendur ýta á „tap to view“ eða „smelltu til að horfa“ og þá dugir einn smellur til þess að sjá mynd eða myndband í heild sinni.

Líkt og notendur Snapchat þekkja var eitt einkenni appsins að halda þurfti fingri við skjáinn til þess að sjá myndbönd í heild sinni. „Þetta merkir að þumlarnir þreytast ekki við að horfa á þriggja hundruð sekúntna Snapchatsögu [story] og reyndar líka örlitla aðlögun fyrir þá sem hafa veri ð að nota Snapchat í einhvern tíma,“ sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins í tilkynningu um uppfærsluna.

Með uppfærslunni koma fleiri breytingar eins og „add nearby“ eða „bættu við notanda í nágrenninu“ sem, eins og nafnið gefur til kynna, gerir notendum kleift að bæta fólki í Snapchat vinahópinn sinn sem eru nálægt. Einnig verður nú hægt að bæta við sjálfsmynd á kóðann notast er við til að bæta nýjum Snapchatvini í hópinn. Öryggi forritsins hefur einnig verið bætt að sögn fyrirtækisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×