Helenu varð að ósk sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2015 07:45 Helena í leik á Smáþjóðaleikunum. vísir/stefán Á laugardaginn var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta 2017 sem fer fram í Tékklandi. Íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Slóvakíu, Ungverjalandi og Portúgal. Landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur varð því að ósk sinni en hún vonaðist eftir því að fá Slóvakíu og Ungverjaland: „Þetta var ekki leiðinlegt enda hef ég spilað í báðum þessum löndum,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún þekkir vel til þessara landsliða. „Ég spilaði með nánast öllum í slóvakíska liðinu og báðir þjálfarar þess þjálfuðu mig þannig að ég þekki þær mjög vel. Og svo á ég tvær mjög góðar vinkonur í ungverska liðinu sem ég spilaði reyndar með í Slóvakíu,“ bætti Helena við en hún lék með Good Angels Kosice í Slóvakíu og Mickolc í Ungverjalandi. Helena segir íslenska liðið geta verið nokkuð sátt við dráttinn: „Þetta hefði klárlega getað verið verra og þetta er mjög fínn dráttur. Þessi lið eru ekki með risastórar stelpur, kannski eina og eina, svo þær ættu ekki að hafa algjöra yfirburði gegn okkur í teignum. En við vitum að þetta verður alltaf erfitt, sérstaklega þar sem við missum þrjá sterka leikmenn úr liðinu okkar.“ Þessir þrír leikmenn sem um ræðir eru Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir sem leika allar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Leikir Íslands í riðlinum eru allir á meðan keppnistímabilið vestanhafs stendur yfir og því er ólíklegt að leikmennirnir fáist lausir í landsleikina. Ísland leikur sex leiki í undankeppninni; tvisvar við hvert lið, heima og að heiman. Fyrstu tveir leikirnir fara fram 21. og 25. nóvember en þá mætir Ísland Ungverjalandi á útivelli og Slóvakíu á heimavelli. Efsta liðið úr hverjum riðli (sem eru níu talsins) í undankeppninni kemst í lokakeppnina í Tékklandi, auk þeirra sex liða sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlanna. Helena segir að íslenska liðið sé með raunhæfar væntingar fyrir undankeppnina: „Það er langt síðan við tókum þátt síðast og við verðum ekki alveg með okkar sterkasta lið þannig að þetta verður erfitt. Við ættum að eiga séns í Portúgal og svo verðum við bara að sjá hvað við getum gert á móti þessum stærri þjóðum.“ Íslenska liðið heldur út til Danmerkur á morgun þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Ísland spilar þrjá leiki, tvo gegn Danmörku og einn gegn Finnlandi. Helena segir gott að fá þessa æfingaleiki svona skömmu eftir Smáþjóðaleikana þar sem íslensku stelpurnar fengu silfurverðlaun eftir tap fyrir Lúxemborg í úrslitaleik. „Það verður gott að fá svona stóra leiki á móti góðum þjóðum, það er partur af undirbúningnum fyrir undankeppni EM,“ sagði Helena að endingu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Á laugardaginn var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta 2017 sem fer fram í Tékklandi. Íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Slóvakíu, Ungverjalandi og Portúgal. Landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur varð því að ósk sinni en hún vonaðist eftir því að fá Slóvakíu og Ungverjaland: „Þetta var ekki leiðinlegt enda hef ég spilað í báðum þessum löndum,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún þekkir vel til þessara landsliða. „Ég spilaði með nánast öllum í slóvakíska liðinu og báðir þjálfarar þess þjálfuðu mig þannig að ég þekki þær mjög vel. Og svo á ég tvær mjög góðar vinkonur í ungverska liðinu sem ég spilaði reyndar með í Slóvakíu,“ bætti Helena við en hún lék með Good Angels Kosice í Slóvakíu og Mickolc í Ungverjalandi. Helena segir íslenska liðið geta verið nokkuð sátt við dráttinn: „Þetta hefði klárlega getað verið verra og þetta er mjög fínn dráttur. Þessi lið eru ekki með risastórar stelpur, kannski eina og eina, svo þær ættu ekki að hafa algjöra yfirburði gegn okkur í teignum. En við vitum að þetta verður alltaf erfitt, sérstaklega þar sem við missum þrjá sterka leikmenn úr liðinu okkar.“ Þessir þrír leikmenn sem um ræðir eru Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir sem leika allar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Leikir Íslands í riðlinum eru allir á meðan keppnistímabilið vestanhafs stendur yfir og því er ólíklegt að leikmennirnir fáist lausir í landsleikina. Ísland leikur sex leiki í undankeppninni; tvisvar við hvert lið, heima og að heiman. Fyrstu tveir leikirnir fara fram 21. og 25. nóvember en þá mætir Ísland Ungverjalandi á útivelli og Slóvakíu á heimavelli. Efsta liðið úr hverjum riðli (sem eru níu talsins) í undankeppninni kemst í lokakeppnina í Tékklandi, auk þeirra sex liða sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlanna. Helena segir að íslenska liðið sé með raunhæfar væntingar fyrir undankeppnina: „Það er langt síðan við tókum þátt síðast og við verðum ekki alveg með okkar sterkasta lið þannig að þetta verður erfitt. Við ættum að eiga séns í Portúgal og svo verðum við bara að sjá hvað við getum gert á móti þessum stærri þjóðum.“ Íslenska liðið heldur út til Danmerkur á morgun þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Ísland spilar þrjá leiki, tvo gegn Danmörku og einn gegn Finnlandi. Helena segir gott að fá þessa æfingaleiki svona skömmu eftir Smáþjóðaleikana þar sem íslensku stelpurnar fengu silfurverðlaun eftir tap fyrir Lúxemborg í úrslitaleik. „Það verður gott að fá svona stóra leiki á móti góðum þjóðum, það er partur af undirbúningnum fyrir undankeppni EM,“ sagði Helena að endingu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum