Körfubolti

Tveir nýliðar í hópnum sem fer til Danmerkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stelpurnar eru klárar fyrir Danmerkurferð.
Stelpurnar eru klárar fyrir Danmerkurferð. mynd/kkí
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið tólf manna hópinn sem fer á þriggja liða æfingamót í Danmörku í vikunni.

Þrjár breytingar eru á hópnum frá Smáþjóðaleiknum, en Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík, kemst ekki vegna vinnu, Petrúnella Skúladóttir, Grindavík, gefur ekki kost á sér og þá er Snæfellingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir erlendis og fær frí.

Þeirra sæti taka KR-ingurinn Björg Einarsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík og Jóhann Björk Sveinsdóttir úr Breiðabliki. Björg og Sandra eru nýliðar.

Íslensku stelpurnar spila tvo leiki við Dani og einn við Finna en beinar útsendingar frá mótinu má finna hér.

Hópurinn:

Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 3 landsleikir

Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 32 landsleikir

Björg Einarsdóttir – KR · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · Nýliði

Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 4 landsleikir

Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 16 landsleikir

Helena Sverrisdóttir – CCP Polkwise (á leið til Hauka) · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 54 landsleikir

Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Breiðablik · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 2 landsleikir

Margrét Rósa Hálfdanardóttir – Canisius Collage USA / Haukar · Bakvörður · f. 1994 · 177 cm · 9 landsleikir

Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Valur · Miðherji · f. 1990 · 186 cm · 26 landsleikir

Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · Nýliði

Sara Rún Hinriksdóttir – Canisius Collage USA / Keflavík · Framherji · f. 1996 · 182 cm · 6 landsleikir

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Norrköping Dolphins, Svíþjóð · Framherji f. 1988 · 181 cm · 33 landsleikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×