Sport

Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Serena Williams faðmar systur sína Venus eftir leik.
Serena Williams faðmar systur sína Venus eftir leik. vísir/getty
Serena Williams, stigahæsta kona heimslistans í tennis, vann nokkuð þægilegan sigur á systur sinni, Venus, í 16 liða úrslitum Wimbledon-risamótsins í dag.

Serena hafði betur í tveimur settum; 6-4 og 6-3, en hún hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum systranna sem atvinnumenn í íþróttrinni.

„Það er aldrei auðvelt að spila á móti einhverjum sem þú elskar og þykir vænt um. Maður spilar bara fyrir samkeppnina og reynir að njóta stundarinnar,“ sagði Serena eftir sigurinn í dag.

Serena er því komin í átta liða úrslitin og færist nær alslemmunni, það er að vinna öll fjögur risamótin í röð.

Hún tapaði óvænt í átta liða úrslitum á Wimbledon í fyrra en svaraði því með að vinna opna bandaríska, opna ástralska og nú síðast opna franska risamótið.

Vinni hún Wimbledon-mótið verður það fjórtándi risatitill hennar á ferlinum og sjötti sigurinn á Wimbledon. Venus, systir hennar, hefur unnið Wimbledon fimm sinnum eins og systir sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×