Camaro með blæju Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 10:30 Blæjuútfærsla Chevrolet Camaro. Í maí síðastliðnum kynnti Chevrolet nýja kynslóð hins goðsagnarkennda Camaro sportbíls. Nú er komið að topplausri gerð bílsins og ekki er hægt að segja annað en bíllinn sé talsvert fyrir augað. Chevrolet hafði áður kynnt coupe gerð Camaro á Belle Isle í Detroit og þessi blæjugerð Camaro fær svo til alveg sama útlit og hefur það kætt þá sem séð hafa. Chevrolet Camaro var til með blæju af síðustu kynslóð, en talsverðar breytingar hafa verið gerðar til góðs. Meðal annars má nú reisa og fella blæjuna á 50 km hraða og það alveg sjálfvirkt. Einnig má fella hana eða reisa með takka í bíllyklinum. Þá hefur efnisnotkun blæjunnar batnað og ætti nú ekki að heyrast neitt í henni á ferð, en það vildi loða við síðasta blæjubíl. Nýja kynslóð Camaro er um hundrað kílóum léttari en sú fyrri og það sama á við blæjubílinn. Vélarkostirnir eru þeir sömu og í hefðbundnum Camaro, þ.e. 4 strokka forþjöppuvél, 3,6 lítra V6 og 6,2 lítra V8 vél og velja má milli 6 gíra beinskiptingar og 8 gíra sjálfskiptingar. Camaro með blæju mun koma á markað í byrjun næsta árs. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Í maí síðastliðnum kynnti Chevrolet nýja kynslóð hins goðsagnarkennda Camaro sportbíls. Nú er komið að topplausri gerð bílsins og ekki er hægt að segja annað en bíllinn sé talsvert fyrir augað. Chevrolet hafði áður kynnt coupe gerð Camaro á Belle Isle í Detroit og þessi blæjugerð Camaro fær svo til alveg sama útlit og hefur það kætt þá sem séð hafa. Chevrolet Camaro var til með blæju af síðustu kynslóð, en talsverðar breytingar hafa verið gerðar til góðs. Meðal annars má nú reisa og fella blæjuna á 50 km hraða og það alveg sjálfvirkt. Einnig má fella hana eða reisa með takka í bíllyklinum. Þá hefur efnisnotkun blæjunnar batnað og ætti nú ekki að heyrast neitt í henni á ferð, en það vildi loða við síðasta blæjubíl. Nýja kynslóð Camaro er um hundrað kílóum léttari en sú fyrri og það sama á við blæjubílinn. Vélarkostirnir eru þeir sömu og í hefðbundnum Camaro, þ.e. 4 strokka forþjöppuvél, 3,6 lítra V6 og 6,2 lítra V8 vél og velja má milli 6 gíra beinskiptingar og 8 gíra sjálfskiptingar. Camaro með blæju mun koma á markað í byrjun næsta árs.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent