Mastercard vill kortleggja viðskiptahætti bíleigenda Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 15:00 Vill safna upplýsingum fyrir tryggingafélög og auglýsingafyrirtæki. Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent
Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent