Segir örfáa ferðamenn hafa farið um ósnortin víðerni landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:14 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. vísir/vilhelm Í færslu á Facebook-síðu sinni kallar Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir hávaðalausri skynsemi í umræðunni um samspil verndunar og nýtingar á náttúru Íslands. Jón leggur út af fjölda ferðamanna sem komu til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins sem voru 517.000 talsins. Þingmaðurinn segir svo örfáa af þessum ferðamönnum hafa farið um „ósnortin víðerni hálendisins“: „Því er haldið fram að vernda verði „ósnortin víðerni hálendisins“ fyrir mögulegum virkjunum sem hafa lítil umhverfisáhrif, vegna áhuga ferðamanna á þessum víðernum. Það fóru reyndar örfáir af þessum 517.000 ferðamönnum um „ósnortin víðernin“. Þangað hefur verið ófært og verður aftur snemma í haust. Eigum við ekki að nálgast þessa umræðu, um samspil verndunar og nýtingar, með hávaðalausri skynsemi.“ Miklar deilur voru á nýafstöðnu þingi vegna rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða en meirihluti atvinnuveganefndar vildi færa fjölda virkjunarkosta úr biðflokki í nýtingarflokk. Að endingu fór það svo að Hvammsvirkjun ein var færð í nýtingarflokk en Jón Gunnarsson var verulega ósáttur við þá niðurstöðu. Fréttablaðið sagði í morgun frá því að fjölmörg dæmi væru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðunar og hræðslu. Hafa skálaverðir Ferðafélags Íslands þurft að aðstoða fjölda fólks þar sem mikið er enn um snjó og krapa víða á hálendinu.517.000 ferðamenn komu til landsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Virkilega ánægjuleg þróun sem kallar þó á að við grípum,...Posted by Jón Gunnarsson on Tuesday, 7 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Sextán kostir í nýtingarflokki Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar. 7. júlí 2015 07:00 Alþingi afgreiðir mál á færibandi Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld. 1. júlí 2015 19:18 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu sinni kallar Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir hávaðalausri skynsemi í umræðunni um samspil verndunar og nýtingar á náttúru Íslands. Jón leggur út af fjölda ferðamanna sem komu til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins sem voru 517.000 talsins. Þingmaðurinn segir svo örfáa af þessum ferðamönnum hafa farið um „ósnortin víðerni hálendisins“: „Því er haldið fram að vernda verði „ósnortin víðerni hálendisins“ fyrir mögulegum virkjunum sem hafa lítil umhverfisáhrif, vegna áhuga ferðamanna á þessum víðernum. Það fóru reyndar örfáir af þessum 517.000 ferðamönnum um „ósnortin víðernin“. Þangað hefur verið ófært og verður aftur snemma í haust. Eigum við ekki að nálgast þessa umræðu, um samspil verndunar og nýtingar, með hávaðalausri skynsemi.“ Miklar deilur voru á nýafstöðnu þingi vegna rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða en meirihluti atvinnuveganefndar vildi færa fjölda virkjunarkosta úr biðflokki í nýtingarflokk. Að endingu fór það svo að Hvammsvirkjun ein var færð í nýtingarflokk en Jón Gunnarsson var verulega ósáttur við þá niðurstöðu. Fréttablaðið sagði í morgun frá því að fjölmörg dæmi væru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðunar og hræðslu. Hafa skálaverðir Ferðafélags Íslands þurft að aðstoða fjölda fólks þar sem mikið er enn um snjó og krapa víða á hálendinu.517.000 ferðamenn komu til landsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Virkilega ánægjuleg þróun sem kallar þó á að við grípum,...Posted by Jón Gunnarsson on Tuesday, 7 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Sextán kostir í nýtingarflokki Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar. 7. júlí 2015 07:00 Alþingi afgreiðir mál á færibandi Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld. 1. júlí 2015 19:18 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53
Sextán kostir í nýtingarflokki Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar. 7. júlí 2015 07:00
Alþingi afgreiðir mál á færibandi Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld. 1. júlí 2015 19:18