Barnalegt að halda að fall Grikklands hafi ekki geigvænleg áhrif á alla Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2015 21:35 Vísir/EPA Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum frest fram á fimmutdag til að leggja fram nýjar tillögur að samkomulagi við lánardrottna landsins. Þetta varð niðurstaða fundar leiðtoga evruríkjanna í Brussel í kvöld, en á sunnudag hefur verið boðaður annar fundur leiðtoga allra Evrópusambandsríkja. Evruríkin fóru fram á nýjar tillögur í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja sem fram fóru um helgina um fyrri samninga. Fyrir fund dagsins í dag lögðu grísk stjórnvöld til breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum sem að þeirra sögn tók mið af „umboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði að þetta væri mikilvægasta stund í sögu evrusvæðisins í samtali við útlenda fjölmiðla. „Lokafresturinn rennur út í vikunni,“ sagði Tusk og vísaði þar til nýjustu skilyrða Evrópusambandsins. Hann bætti við að greiðslufall Grikkja og fall gríska bankakerfisins myndi hafa áhrif á alla Evrópu og að allir þeir sem tryðu öðru væru blindaðir af barnslegri einfeldni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar evruríkjanna virtu niðurstöður grísku þjóðaratkvæðagreiðslunnar en bæru á sama tíma sameiginlega ábyrgð á framtíð Evrópusambandsins. Hún bætti við að Grikkir þyrftu nú að vinna að langtíma lausn á vandanum, en ekki skammgóðum vermi. Grikkland Tengdar fréttir Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum frest fram á fimmutdag til að leggja fram nýjar tillögur að samkomulagi við lánardrottna landsins. Þetta varð niðurstaða fundar leiðtoga evruríkjanna í Brussel í kvöld, en á sunnudag hefur verið boðaður annar fundur leiðtoga allra Evrópusambandsríkja. Evruríkin fóru fram á nýjar tillögur í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja sem fram fóru um helgina um fyrri samninga. Fyrir fund dagsins í dag lögðu grísk stjórnvöld til breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum sem að þeirra sögn tók mið af „umboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði að þetta væri mikilvægasta stund í sögu evrusvæðisins í samtali við útlenda fjölmiðla. „Lokafresturinn rennur út í vikunni,“ sagði Tusk og vísaði þar til nýjustu skilyrða Evrópusambandsins. Hann bætti við að greiðslufall Grikkja og fall gríska bankakerfisins myndi hafa áhrif á alla Evrópu og að allir þeir sem tryðu öðru væru blindaðir af barnslegri einfeldni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar evruríkjanna virtu niðurstöður grísku þjóðaratkvæðagreiðslunnar en bæru á sama tíma sameiginlega ábyrgð á framtíð Evrópusambandsins. Hún bætti við að Grikkir þyrftu nú að vinna að langtíma lausn á vandanum, en ekki skammgóðum vermi.
Grikkland Tengdar fréttir Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30
Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09