Þingmaður gekk rúmt hálfmaraþon með gervilið á báðum hnjám Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 22:46 Ásmundur Friðriksson eftir göngutúrinn mikla. Vísir/Facebook Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “ Alþingi Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “
Alþingi Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira