Sport

Sjáðu klaufalegt mark sem HK gaf Fjarðabyggð | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
HK-ingar sjá boltann í netinu.
HK-ingar sjá boltann í netinu.
Fjarðabyggð gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í 1. deild karla í fótbolta, en liðið vann sterkan 3-1 útisigur á HK í Kórnum í gærkvöldi.

Fjarðabyggð, sem er nýliði í deildinni, er með 21 stig eftir tíu leiki, tveimur stigum á eftir Ólsurum sem eru í öðru sæti og sex stigum á eftir toppliði Þróttar.

Stefán Þór Eysteinsson, fyrirliði Fjarðabyggðar, kom liðinu yfir með góðu skot fyrir utan teig á 20. mínútu.

Brynjar Jónasson, framherjinn skæði, kom gestunum að austan í 2-0 á 58. mínútu með sínu sjötta marki í deildinni í sumar.

Markið var afskaplega klaufalegt að hálfu HK, en markvörðurinn Stefán Ari Björnsson, renndi boltanum á miðvörðinn Andra Geir Alexandersson sem missti hann frá sér og beint á Brynjar sem skoraði.

Elvar Ingi Vignisson innsiglaði svo sigurinn með flottu skallamarki á 71. mínútu. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði mark HK.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV, en mörkin má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×