Enn eitt flautumark Leverkusen og Dortmund steinlá Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 19:34 Victor Boniface reyndist hetja Bayer Leverkusen í dag. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayer Leverkusen vann enn einn sigurinn með marki á síðustu andartökum leiksins og Borussia Dortmund steinlá í heimsókn sinni til Stuttgart. Bayer Leverkusen vann dramatískan 4-3 sigur er liðið tók á móti Wolfsburg þar sem gestirnir tóku forystuna strax á fimmtu mínútu þegar Nordi Mukiele varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Florian Wirtz og Jonathan Tah komu heimamönnum í Bayer Leverkusen hins vegar í forystu með mörkum á 14. og 32 mínútu áður en gestirnir snéru taflinu við á nýjan leik með mörkum frá Sebastiaan Bornauw og Mattias Svanberg seint í fyrri hálfleik. Liðsmenn Leverkusen eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og Piero Hincapie jafnaði metin fyrir heimamenn strax í upphafi síðari hálfleiks. Á 88. mínútu komu gestirnir í Wolfsburg sér svo í vandræði þegar Yannick Gerhardt fékk að líta beint rautt spjald. Bayer Leverkusen nýtti sér liðsmuninn og Victor Boniface tryggði liðinu dramatískan 4-3 sigur með marki á þriðju mínútu uppbótartíma. Eftir sigurinn situr Bayer Leverkusen í örðu sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, þremur stigum minna en topplið Bayern München. Wolfsburg situr hins vegar í 13. sæti með þrjú stig. Injury time is now Bayer 04 time. #B04WOB https://t.co/QugMzsdZrM pic.twitter.com/o3UcrDqgeM— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) September 22, 2024 Þá mátti Dortmund þola 5-1 tap er liðið heimsótti Stuttgart, en St. Pauli og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli. Deniz Undav skoraði tvívegis fyrir heimamenn í Stuttgart gegn Dortmund og þeir Ermedin Demirovic, Enzo Millot og El Bilal Toure skoruðu eitt mark hver. Serhou Guirassy skoraði mark gestanna þegar hann minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu. Þýski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Bayer Leverkusen vann dramatískan 4-3 sigur er liðið tók á móti Wolfsburg þar sem gestirnir tóku forystuna strax á fimmtu mínútu þegar Nordi Mukiele varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Florian Wirtz og Jonathan Tah komu heimamönnum í Bayer Leverkusen hins vegar í forystu með mörkum á 14. og 32 mínútu áður en gestirnir snéru taflinu við á nýjan leik með mörkum frá Sebastiaan Bornauw og Mattias Svanberg seint í fyrri hálfleik. Liðsmenn Leverkusen eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og Piero Hincapie jafnaði metin fyrir heimamenn strax í upphafi síðari hálfleiks. Á 88. mínútu komu gestirnir í Wolfsburg sér svo í vandræði þegar Yannick Gerhardt fékk að líta beint rautt spjald. Bayer Leverkusen nýtti sér liðsmuninn og Victor Boniface tryggði liðinu dramatískan 4-3 sigur með marki á þriðju mínútu uppbótartíma. Eftir sigurinn situr Bayer Leverkusen í örðu sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, þremur stigum minna en topplið Bayern München. Wolfsburg situr hins vegar í 13. sæti með þrjú stig. Injury time is now Bayer 04 time. #B04WOB https://t.co/QugMzsdZrM pic.twitter.com/o3UcrDqgeM— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) September 22, 2024 Þá mátti Dortmund þola 5-1 tap er liðið heimsótti Stuttgart, en St. Pauli og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli. Deniz Undav skoraði tvívegis fyrir heimamenn í Stuttgart gegn Dortmund og þeir Ermedin Demirovic, Enzo Millot og El Bilal Toure skoruðu eitt mark hver. Serhou Guirassy skoraði mark gestanna þegar hann minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu.
Þýski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira