Arteta vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:03 Mikel Arteta var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að tryggja sér stigin þrjú. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var stoltur af sínum mönnum eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag, þrátt fyrir að liðið hafi misst frá sér forystuna á lokasekúndum leiksins. Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira