Arteta vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:03 Mikel Arteta var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að tryggja sér stigin þrjú. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var stoltur af sínum mönnum eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag, þrátt fyrir að liðið hafi misst frá sér forystuna á lokasekúndum leiksins. Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira