Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 14:41 Það sýður á Haraldi eldfjallafræðingi en hann þekkir Ísland eins og lófann á sér. Vísir „Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
„Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira