Bílastæði við Þingvelli gerð gjaldskyld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2015 15:26 Ferðamenn á Þingvöllum vísir/vilhelm Þingvallanefnd hefur ákveðið að hefja innheimtu bílastæðagjalds á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þjóðgarðsverði. Stæðin sem um ræðir eru í fyrsta lagi á Hakinu við efri enda Almannagjár en þar er gestastofa þjóðgarðsins; í öðru lagi á svokölluðu Þingplani þaðan sem gengið er upp í Almannagjá af Efrivöllum og í þriðja lagi samkvæmt nánari ákvörðun á Valhallarplani þar sem hótelið stóð áður. Um þjónustugjald er að ræða sem ætlað er að standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur bílastæðanna. Forsætisráðuneytið hefur staðfest reglur og gjaldskrá þjóðgarðsins. Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir hvern einkabíl kr. 500. Fyrir hópferðabíla fyrir 15 farþega eða fleiri kr. 3.000. Fyrir hópferðabíla fyrir 14 farþega eða færri eru greiddar kr.1.500 og fyrir jeppa/hópferðabíla fyrir 8 farþega eða færri kr. 750. Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið í allt að 24 klst. Taka mun nokkrar vikur að ganga frá bílastæðum og koma upp viðeigandi búnaði auk þess að kynna gjaldið og innheimtu þess fyrir aðilum í ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að heildartekjur þjóðgarðsins verði um 40-50 milljónir króna á ári en þjónustu-, rekstar- og viðhaldskostnaður bílastæðanna er um 50 milljónir króna á ári. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gjald úr takti við ímynd ferðaþjónustunnar „Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings. 3. maí 2014 07:00 Lögbann lagt á innheimtu á Geysissvæðinu Ríkið mun fara í dómsmál til staðfestingar á lögbanninu. 25. apríl 2014 13:45 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Þingvallanefnd hefur ákveðið að hefja innheimtu bílastæðagjalds á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þjóðgarðsverði. Stæðin sem um ræðir eru í fyrsta lagi á Hakinu við efri enda Almannagjár en þar er gestastofa þjóðgarðsins; í öðru lagi á svokölluðu Þingplani þaðan sem gengið er upp í Almannagjá af Efrivöllum og í þriðja lagi samkvæmt nánari ákvörðun á Valhallarplani þar sem hótelið stóð áður. Um þjónustugjald er að ræða sem ætlað er að standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur bílastæðanna. Forsætisráðuneytið hefur staðfest reglur og gjaldskrá þjóðgarðsins. Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir hvern einkabíl kr. 500. Fyrir hópferðabíla fyrir 15 farþega eða fleiri kr. 3.000. Fyrir hópferðabíla fyrir 14 farþega eða færri eru greiddar kr.1.500 og fyrir jeppa/hópferðabíla fyrir 8 farþega eða færri kr. 750. Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið í allt að 24 klst. Taka mun nokkrar vikur að ganga frá bílastæðum og koma upp viðeigandi búnaði auk þess að kynna gjaldið og innheimtu þess fyrir aðilum í ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að heildartekjur þjóðgarðsins verði um 40-50 milljónir króna á ári en þjónustu-, rekstar- og viðhaldskostnaður bílastæðanna er um 50 milljónir króna á ári.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gjald úr takti við ímynd ferðaþjónustunnar „Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings. 3. maí 2014 07:00 Lögbann lagt á innheimtu á Geysissvæðinu Ríkið mun fara í dómsmál til staðfestingar á lögbanninu. 25. apríl 2014 13:45 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Gjald úr takti við ímynd ferðaþjónustunnar „Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings. 3. maí 2014 07:00
Lögbann lagt á innheimtu á Geysissvæðinu Ríkið mun fara í dómsmál til staðfestingar á lögbanninu. 25. apríl 2014 13:45
850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55