Serena vandræðalaust í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 16:37 Serena Williams virðist líkleg til afreka á laugardaginn. Vísir/Getty Serena Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún mun mæta Spánverjanum Garbine Muguruza. Williams vann nokkuð auðveldan sigur á Mariu Sharapova í undanúrslitunum í dag, 6-2 og 6-4. Þetta var sautjándi sigur Williams á Sharapovu í röð yfir ellefu ára tímabil. Hún á nú möguleika á því að vinna sitt 21. stórmót á ferlinum en ef hún vinnur úrslitaleikinn á laugardag verður hún ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum í tennis. Síðast gerðist það árið 2003, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, en þá var það einnig Serena sem afrekaði það. Aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. Muguruza, sem er fædd í Venesúela, er í 20. sæti heimslistans og var að keppa í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum í dag. Hún hafði betur gegn Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-2, 3-6 og 6-3. „Ég á engin orð til að útskýra þetta,“ sagði hin 21 árs Muguruza. „Ég hef stefnt að þessu allt mitt líf. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég var að spila vel og þurfti bara að halda andliti. En ég var stressuð í öðru settinu. Hún [Radwanska] býr yfir mikilli reynslu og ég þurfti að berjast fyrir sigrinum.“ Serena þykir sigurstranglegri í úrslitaleiknum á laugardag en Muguruza býr þó að því að hafa unnið Williams á Opna franska meistaramótinu í fyrra, strax í annarri umferð. Tennis Tengdar fréttir Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45 Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07 Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27 Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30 Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30 Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Serena Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún mun mæta Spánverjanum Garbine Muguruza. Williams vann nokkuð auðveldan sigur á Mariu Sharapova í undanúrslitunum í dag, 6-2 og 6-4. Þetta var sautjándi sigur Williams á Sharapovu í röð yfir ellefu ára tímabil. Hún á nú möguleika á því að vinna sitt 21. stórmót á ferlinum en ef hún vinnur úrslitaleikinn á laugardag verður hún ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum í tennis. Síðast gerðist það árið 2003, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, en þá var það einnig Serena sem afrekaði það. Aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. Muguruza, sem er fædd í Venesúela, er í 20. sæti heimslistans og var að keppa í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum í dag. Hún hafði betur gegn Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-2, 3-6 og 6-3. „Ég á engin orð til að útskýra þetta,“ sagði hin 21 árs Muguruza. „Ég hef stefnt að þessu allt mitt líf. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég var að spila vel og þurfti bara að halda andliti. En ég var stressuð í öðru settinu. Hún [Radwanska] býr yfir mikilli reynslu og ég þurfti að berjast fyrir sigrinum.“ Serena þykir sigurstranglegri í úrslitaleiknum á laugardag en Muguruza býr þó að því að hafa unnið Williams á Opna franska meistaramótinu í fyrra, strax í annarri umferð.
Tennis Tengdar fréttir Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45 Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07 Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27 Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30 Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30 Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45
Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07
Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27
Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30
Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30
Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15