Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:58 Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. vísir/afp Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast. Grikkland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast.
Grikkland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira