Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 10:42 Helgi Mikael gefur Summer Williams gula spjaldið í gær. vísir/valli Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en Selfyssingar voru afar ósáttir við vítaspyrnudóminn. Atvikið umdeilda má sjá á heimasíðu SportTV.is, eða með því að smella hér.Skiptar skoðanir „Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið.“ Fanndís sjálf var hins vegar á annarri skoðun og sagði varnarmann Selfoss, Summer Williams, hafa farið í sig. „Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. „Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður,“ sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn; Selfoss að fá á sig víti og Blikar að fá ekki rautt spjald á Williams.Dómarinn spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum Óánægja Selfyssinga snýr einnig að því að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, er uppalinn Bliki og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann lék síðast með Blikum í 2. flokki árið 2010 en hann er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar. Leikurinn í gær var annar leikurinn sem Helgi dæmir í Pepsi-deild kvenna í sumar en hann dæmdi einnig leik ÍBV og KR í 5. umferð. Helgi dæmdi 11 leiki í Pepsi-deild kvenna í fyrra, þar af þrjá þar sem Breiðablik var að keppa. Einn af þessum þremur leikjum var leikur Selfoss og Breiðabliks í 12. umferð sem lyktaði með 1-2 sigri Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en Selfyssingar voru afar ósáttir við vítaspyrnudóminn. Atvikið umdeilda má sjá á heimasíðu SportTV.is, eða með því að smella hér.Skiptar skoðanir „Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið.“ Fanndís sjálf var hins vegar á annarri skoðun og sagði varnarmann Selfoss, Summer Williams, hafa farið í sig. „Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. „Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður,“ sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn; Selfoss að fá á sig víti og Blikar að fá ekki rautt spjald á Williams.Dómarinn spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum Óánægja Selfyssinga snýr einnig að því að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, er uppalinn Bliki og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann lék síðast með Blikum í 2. flokki árið 2010 en hann er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar. Leikurinn í gær var annar leikurinn sem Helgi dæmir í Pepsi-deild kvenna í sumar en hann dæmdi einnig leik ÍBV og KR í 5. umferð. Helgi dæmdi 11 leiki í Pepsi-deild kvenna í fyrra, þar af þrjá þar sem Breiðablik var að keppa. Einn af þessum þremur leikjum var leikur Selfoss og Breiðabliks í 12. umferð sem lyktaði með 1-2 sigri Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00