Myndbandið er stutt og sýnir að vísu ekki hvort hægt sé að ferðast um á því. Myndbandið sýnir aðeins brettið svífa um skammt frá jörðu áður en hjólabrettamaður sést gefast upp á gamla brettinu og skipta um fararskjóta.
Á heimasíðu Lexus skrifar fyrirtækið að það hafi búið til raunverulegt svifbretti sem hægt er að ferðast um á. Enn sem komið er er ekki meira vitað um brettið eða hvenær eða hvort það kemur í verslanir.
Myndbandið má sjá hér að neðan.