Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2015 13:23 Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún. Loftslagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún.
Loftslagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira