Óttast ekki Ögmund vegna hugsanlegrar gjaldtöku Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 15:47 Ísólfur Gylfi segir að eitthvað verði að gera svo taka megi á móti öllum þessum ferðamönnum. Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira