Leikurinn fór fram á Akranesi, en eina mark Íslands, og það fyrsta sem stúlkurnar skora á mótinu, skoraði Akureyringurinn Andrea Mist Pálsdóttir á 66. mínútu.
Ísland er án stiga í botnsæti A-riðils, en með sigrinum komst England upp í annað sætið. Liðið er með fjögur stig líkt og Spáni.
Ísland mætir Spáni í lokaleiknum á sunnudaginn.
Í B-riðlinum vann Frakkland sigur á Noregi, 2-0, og er í efsta sæti riðilsins með sex stig. Sviss er í öðru sæti eftir sigur á Írlandi, 1-0, fyrr í dag.
