Haukar unnu Selfoss, 1-0, í fyrsta leik áttunda umferðar 1. deildar karla í fótbolta á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tryggði gestunum úr Hafnarfirði sigurinn með eina marki leiksins á 42. mínútu.
Þetta er fyrsti útisigur Hauka í 1. deildinni í sumar, en fyrir leikinn í kvöld var liðið búið að vinna alla þrjá heimaleiki sína en tapa öllum fjórum á útivelli.
Haukar lyftu sér upp fyrir Grindavík í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum, en Selfoss er áfram í áttunda sæti með átta stig.
Gunnlaugur Fannar tryggði Haukum fyrsta útisigurinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti