Sprengitoppar í fjölda ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 12:01 Skemmtiferðaskipið Splendida í Sundahöfn í gær en það kom til Ísafjarðar í morgun. Um 4600 manns ferðast með skipinu. vísir/andri marinó Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10