Fótbolti

Hefði ekki farið aftur heim til Spánar hefði ég klikkað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos í landsleik.
Ramos í landsleik. vísir/getty
Þrjú ár eru í dag síðan Spánn vann Portúgal í undanúrslitum Evrópumótsins í vítaspyrnukeppni. Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid og Spánar, steig þá á punktinn og tók svokallað "paneka" vítaspyrnu.

„Einu leikmennirnir sem vissu hvernig víti ég væri að fara taka voru Navas og Albiol. Mig hefur oft langað að segja mikið um þetta, en ekki gert það í skynisemis skyni," sagði Ramos.

Spánn vann, eins og fyrr segir, leikinn í vítaspyrnukeppni, en stuttu áður hafði Ramos klikkað vítaspyrnu gegn Bayern Munchen í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta var eitthvað sem mig hafði langað að gera lengi og mér fannst þessi tímapunktur réttur. Sem betur fer heppnaðist þetta því annars hefði ég ekki komið aftur til Spánar," sagði Ramos og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×