KR náði í stig á Selfossi og Berglind afgreiddi Aftureldingu | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 21:17 Eva Núra Abrahamsdóttir með boltann í Árbænum í kvöld. Elín Svavarsdóttir sækir að henni. Vísir/Ernir Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi.Selfoss klikkaði á víti og fullt af dauðafærum og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum KR. KR vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð og nú sóttu KR-stelpur óvænt stig á Selfoss. KR-konur voru yfir í 57 mínútur í leiknum. Selfossliðið vann sex leiki í röð í deild og bikar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, klikkað á víti í upphafi leiks og Hulda Ósk Jónsdóttir kom KR síðan í 1-0 á 20. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þrátt fyrir stórsókn heimastúlkna. Magdalena Anna Reimus jafnaði þá metin eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Það urðu lokatölur leiksins.Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Fylki í 4-0 sigri á Aftureldingu en þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna síðan í fyrstu umferðinni í maí þegar liðið vann Selfoss. Berglind Björg skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en staðan var 1-0 í hálfleik.Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. Fanndís Friðriksdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fyrra markið úr víti og lagði síðan upp það síðara fyrir félaga sinn Telmu Hjaltalín Þrastardóttur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Þetta er fimmti deildarsigur Blika í röð og þær eru nú með sjö stiga forskot á toppnum en Stjarnan og Selfoss geta minnkað það í leikjum sínum í þessari umferð.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Þór/KA 2-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir, víti (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (40.)Fylkir - Afturelding 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (74.), 4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (83.)Selfoss - KR 1-1 0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir (20.), 1-1 Magdalena Anna Reimus (77.). Upplýsingar um markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá fótbolti.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06 Mest lesið Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi.Selfoss klikkaði á víti og fullt af dauðafærum og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum KR. KR vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð og nú sóttu KR-stelpur óvænt stig á Selfoss. KR-konur voru yfir í 57 mínútur í leiknum. Selfossliðið vann sex leiki í röð í deild og bikar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, klikkað á víti í upphafi leiks og Hulda Ósk Jónsdóttir kom KR síðan í 1-0 á 20. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þrátt fyrir stórsókn heimastúlkna. Magdalena Anna Reimus jafnaði þá metin eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Það urðu lokatölur leiksins.Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Fylki í 4-0 sigri á Aftureldingu en þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna síðan í fyrstu umferðinni í maí þegar liðið vann Selfoss. Berglind Björg skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en staðan var 1-0 í hálfleik.Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. Fanndís Friðriksdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fyrra markið úr víti og lagði síðan upp það síðara fyrir félaga sinn Telmu Hjaltalín Þrastardóttur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Þetta er fimmti deildarsigur Blika í röð og þær eru nú með sjö stiga forskot á toppnum en Stjarnan og Selfoss geta minnkað það í leikjum sínum í þessari umferð.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Þór/KA 2-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir, víti (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (40.)Fylkir - Afturelding 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (74.), 4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (83.)Selfoss - KR 1-1 0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir (20.), 1-1 Magdalena Anna Reimus (77.). Upplýsingar um markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá fótbolti.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06 Mest lesið Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06