Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 11:25 Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“ Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36