Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 11:25 Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“ Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36